Um

Um okkur & sveitahótelið okkar

Vestfirðir
Nýuppgert 2018
11 Herbergi 23 gestir
Verð frá 21.000 kr.
Saga

Holt Inn 1952

Sveitahótelið var opnað í júní 2018 eftir miklar endurbætur. Húsnæðið er gamall barnaskóli og var byggt árið 1952. Hótelið hefur 11 herbergi, sem öll eru með sér baðherbergi. Í einu herbergi er aukarúm. Á hótelinu er að finna setustofu með pláss fyrir um 30 manns og sal sem rúmar um 100 manns. Í nágrenni við hótelið er Holtsbryggja umkringd hvítri strönd. Mikið fuglalíf er á svæðinu.

Gisting og upplýsingar.

Hvert herbergi er innréttað með þægindi gesta í fyrirrúmi

Svefnherbergin

Sér baðherbergi

Gestir

Sagan

Fjölskyldu hótel

Holt Inn er fjölskyldu rekið sveita hótel í Önundarfirði á vestfjörðum. Helga og eiginmaður hennar, Ásvaldur og sonur þeirra kristján og tengdadóttir þeirra Hólmfríður eða Hofí eins og hún er kölluð. Fjölskyldan reynir af hafa persónulega þjónustu og sýna gestum og gangandi gestrisni. Við leggjum áherslu á einstaka nátturu, fjöll, strendur, dýralíf, útsýni og norðurljós. Með öllum þessum þáttum vonum við að gestum okkar líði vel. Við vonum að þú njótir að gista hjá okkur.

Ertu með spurningu?

S.O.S.

Veitingarstaðir

Það er enginn veitingastaður á hótelinu en það er örbylgjuöfn og hraðsuðuketill í morgunverðarsal. Við seljum smápizzur sem hægt er að panta fyrir hádegi á komudag.  Við seljum gosdrykki, bjór og vín. Matsölustaðir í næsta nágrenni eru Kaffi Sól (3km), Vagninn (10km, opið júní-ágúst), Húsið (18km), Edinborg (18km), Við Pollinn (18km) og Tjöruhúsið (18,4km, opið frá páskum til loka september og best að panta borð.

Bars & Lounges

Við seljum gos, bjór og léttvín, handgert súkkulaði og harðfisk. Í  Ingastofu, er tilvalið að setjast niður og njóta drykkjar og slaka á í fallegu umhverfi.

Sight Seeing

Önundarfjörður hefur upp á margt að bjóða. Ströndin hér niður við Holtsbryggju er einstök, fjöldi gönguleiða í kring hér hjá okkur auk þess sem það er sundlaug á Flateyri og fuglalíf við fjörðinn er ríkulegt. Fossinn Dynjandi er einungis í 1,5 tíma akstursfjarlægð.

Outdoor & Adventure

Yfir vetrartímann er hægt að stunda skíði bæði fjallaskíði og gönguskíði. 20 mínútna akstur er á eitt besta gönguskíðasvæði landsins. Á réttartíma á haustin ertu velkominn, láttu okkur vita með tölvupósti ef þú hefur áhuga!

Check-in & Check-out

Inntékk frá kl.  17 -19. Ef þú ert fyrr eða síðar á ferðinni láttu okkur endilega vita og við finnum út úr því!

Cancellation Policy

We have a 7 day cancellation policy.

+354 456 7611
Westfjords - Önundarfjörður
holtinn@holtinn.is