Nátturan í sínu fegursta

Þægindi og kyrrð

Önundarfjörður
11 Herbergi
Morgunverður innifalinn
Um okkur

Sveitahótel á Vestfjörðum

Holt Inn er fjölskyldurekið sveitahótel í Önundarfirði á Vestfjörðum, stofnað af hjónunum Helgu Dóru Kristjánsdóttur og Ásvaldi Magnússyni og syni þeirra og tengdadóttur, Kristjáni Óskari og Hólmfríði Bóasdóttur. Holt Inn gerir sér far um að veita persónulega þjónustu og sýna gestrisni. Lögð er áhersla á nálægð við einstaka náttúru, friðland, fjöru, fjöll, firði, hreinleika, dýralíf, útsýni og norðurljós. Einnig býður staðurinn upp á friðsæld, fámenni, litla ljósmengun, víðáttu og kyrrð. Með öllu þessu sem Holt Inn og umhverfi hefur að bjóða þá er það stefna hótelsins að gestir geta fengið einstaka gæðaupplifun fjarri hversdagslegu amstri á flottu hóteli en með snefil af sveitastemmingu.
Sveitahótelið opnaði í júní 2018 eftir miklar endurbætur. Húsnæði Holt Inn var byggt sem barnaskóli og félagsheimili um 1952, en nú hefur það verið gert upp og breytt í hótel. Þar eru 11 tveggja manna herbergi, öll með sér baði. Í tveimur herbergjum eru aukarúm. Í húsinu er setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Í nágrenni Holts eru margar fjölbreyttar gönguleiðir. Holtsfjara með sínum hvíta skeljasandi dregur að sér gesti, allan ársins hring. Sandkastalakeppni er haldin um hverja verslunarmannahelgi í fjörunni. Þar er Holtsbryggja, dálæti ljósmyndarans. Gamall þjóðvegur liggur um Holtsengi, þar sem iðandi fuglalíf er á sumrum. Hægt er að tjalda í trjágarðinum og við húsið, þegar stærri hópar koma til gistingar og tenglar eru fyrir húsbíla og rafbíla.

Deluxe herbergi

  • Tveggja manna
  • Sérbaðherbergi
  • Morgunverður innifalinn

Fjölskylduherbergi

  • Þriggja manna. Hægt að bæta við aukadýnu og/eða barnarúmi.
  • Sérbaðherbergi
  • Morgunverður innifalinn

Standard herbergi

  • Tveggja manna
  • Sérbaðherbergi
  • Morgunverður innifalinn

Eco herbergi

  • Tveggja manna
  • Sérbaðherbergi
  • Morgunverður innifalinn

Umsagnir gesta

„Lovely conveyed school house. Great hosts who put on a breakfast buffet even though it was just us staying. Comfy room with all the features you need plus a spacious living room open to all. Great quiet spot for stars and Aurora spoting.“

Schönes Hotel, auch für mehrere Nächte geeignet. 😊

Super schönes modernes Zimmer, die Gastgeberin war sehr lieb und hat uns tolle Tipps gegeben, die wir auch gerne umgesetzt haben. 😍 Das Frühstück war umfangreich, es gab für jeden etwas. Der Blick aus dem Zimmer war wirklich schön. Insgesamt war zwar nicht viel los, aber wird würden es jederzeit wieder buchen.“

We like the location and view from our window. It is such a quiet town with a stunning view.“

Sehr nette Vermieter, tolles Fruehstueck. Sieht von aussen fuer deutsche Verhaeltnisse etwas strange im Baustil aus – ist innen aber wirklich alles toll. Inkl gestimmtem Klavier im Fruehstuecksraum. Aber das Beste: die Umgebung! Der Strand, die Berge und Northern Lights Alarm. Wundervoll. Und Isarfjördur durch den Tunnel in 10min. zu erreichen. Einfach toll!“

Hjá okkur færðu

Þjónustu & leiðsögn

Frítt internet
Heitur pottur
Garður
Morgunverður innifalinn
Kaffi og te í hverju herbergi
Veitingastaðir
Staðir sem hægt er að snæða á í grenndinni eru Kaffi Sól (3km), Vagninn (9km, aðeins opinn í júní-ágúst), Húsið (18km), Edinborg (18km), Við Pollinn (18km) og Tjöruhúsið (18,4km, opið frá páskum og til lok september. Betra að panta borð).
Á hótelinu er engin veitingastaður. Í morgunverðarsalnum er örbylgjuofn og ketill sem gestir geta nýtt sér.
Við seljum litlar pizzur sem hægt er að panta að morgni komudags. Einnig höfum við til sölu gos, bjór og vín.
Bar og setustofa
Við seljum gos, bjór, vín, handgert súkkulaði og auðvitað harðfisk beint úr firðinum. Hvað meira þarftu?
Setustofan okkar, Ingastofa, hentar vel til að hvíla lúin bein og njóta dvalarinnar.
Útiævintýri
Á veturna leikum við okkur á snæviþökktum fjöllunum. Hér er hægt að fara á gönguskíði, svigskíði, bretti, fjallaskíði eða hvað sem þér dettur í hug. Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar er aðeins í 15 mínútna akstri frá Holt Inn og það hefur að geyma eitt besta gönguskíðasvæði á landinu.
Á haustin ertu velkomin til að hjálpa okkur að smala. Sendu okkur línu á netfangið okkar holtinn@holtinn.is ef þú hefur áhuga!
Hvað geta gestir okkar gert á svæðinu?
Það er margt um að vera hér á svæðinu í kring. Hér í okkar firði, Önundarfirði, þá er hægt að skoða Holtsbryggju sem er aðeins í 20 mínútna göngufæri frá hótelinu. Einnig eru ótal gönguleiðir í boði, fjölbreytt fuglalíf og svo er auðvitað hægt að taka rúnt um fjörðinn og heimsækja meðal annars Flateyri, sjá einnig visitflateyri.is.

Okkar fallegi Dynjandisfoss er í 1,5 klst. akstursfjarlægð.

Nærliggjandi golfvellir: á Ísafirði, Þingeyri og í Bolungarvík

Sundlaugar: Flateyri, Suðureyri, Þingeyri, Bolungarvík og á Ísafirði

Heimsóttu Vestfirði

Við myndum gera það!

4567611
Holti, 426 Flateyri
holtinn@holtinn.is