Holt Inn með velferð gesta í fyrirrúmi

Á hverjum degi fylgjumst við með stöðu Covid-19 og metum hvernig við getum aðlagað okkur að breyttum aðstæðum.

Holt Inn er með opið allan ársins hring og mun halda því áfram eins og kostur er, en við gerum okkur grein fyrir að aðstæður geta breyst eða hafa nú þegar breyst hjá gestum okkar. Við setjum velferð, heilsu og öryggi gestana okkar og starfsfólks í forgang.

Því er engin vafi hjá Holt Inn að við viljum koma til móts við okkar gesti á þessum fordæmalausu tímum.

  • Gestir með bókanir hjá okkur í mars, apríl og maí munu hafa möguleikann á annað hvort fullri endurgreiðslu eða inneign fyrir fjölda gistinátta ásamt einni bónusnótt, sem hægt er að nota á árinu 2020.

    • Sem dæmi ef gestur er með bókaðar 2 nætur hjá okkur á þessu tímabili og óskar eftir inneign, þá getur hann fengið inneign fyrir þremur gistinóttum samfleytt.

Vinsamlegast athugið að inneignin gildir ekki fyrir bókanir sem bókaðar hafa verið í gegnum bókunarsíður (eins og Booking.com) þar sem bókanir þaðan falla undir þeirra skilmála (Force Majeure).

Endilega hafið samband á holtinn@holtinn.is fyrir frekari upplýsingar.

Að lokum viljum við óska öllum góðrar stundar og heilsu.

Kær kveðja,

starfsfólk Holt Inn

Fyrir upplýsingar um stöðu mála vegna Covid-19 bendum við á heimasíðuna www.covid.is  og síðu landlæknis https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

Nátturan í sýnu fegursta

Þægindi og kyrrð

Önundarfjörður
11 Herbergi
Morgunmatur innifalinn
Um okkur

Sveitahótel á Vestfjörðum

Holt Inn er fjölskyldurekið sveitahótel í Önundarfirði á Vestfjörðum, stofnað af hjónunum Helgu Dóru Kristjánsdóttur og Ásvaldi Magnússyni og syni þeirra og tengdadóttur, Kristjáni Óskari og Hólmfríði Bóasdóttur. Holt Inn gerir sér far um að veita persónulega þjónustu og sýna gestrisni. Lögð er áhersla á nálægð við einstaka náttúru, friðland, fjöru, fjöll, firði, hreinleika, dýralíf, útsýni og norðurljós. Einnig býður staðurinn upp á friðsæld, fámenni, litla ljósmengun, víðáttu og kyrrð. Með öllu þessu sem Holt Inn og umhverfi hefur að bjóða þá er það stefna hótelsins að gestir geta fengið einstaka gæðaupplifun fjarri hversdagslegu amstri á flottu hóteli en með snefil af sveitastemmingu.
Sveitahótelið opnaði í júní 2018 eftir miklar endurbætur. Húsnæði Holt Inn var byggt sem barnaskóli og félagsheimili um 1952, en nú hefur það verið gert upp og breytt í hótel. Þar eru 11 tveggja manna herbergi, öll með sér baði. Í tveimur herbergjum eru aukarúm. Í húsinu er setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Í nágrenni Holts eru margar fjölbreyttar gönguleiðir. Holtsfjara með sínum hvíta skeljasandi dregur að sér gesti, allan ársins hring. Sandkastalakeppni er haldin um hverja verslunarmannahelgi í fjörunni. Þar er Holtsbryggja, dálæti ljósmyndarans. Gamall þjóðvegur liggur um Holtsegi, þar sem iðandi fuglalíf er á sumrum. Hægt er að tjalda í trjágarðinum og við húsið, þegar stærri hópar koma til gistingar og tenglar eru fyrir húsbíla og rafbíla.

Herbergi fyrir 2
Venjulegt 22.000 Krónur

1 Nótt
Morgunmatur innifalinn

Herbergi fyrir 2
Deluxe 26.000 ISK

1 Nótt
Morgunmatur innifalinn

Þjónustan okkar

Aðstoða, Þjónusta, & leiðsögn

Frítt internet
Frítt að leggja
Herbergis góðgæti
Morgunmatur innifalinn
Te og kaffi inn á herbergjum
Garden
Veitingarstaðir
There is no restaurant at the hotel but there is a microwave and a boiler in the breakfast area. We do sell minipizzas though which you can order in the morning of your arrival. We also sell soda, beer and wine. Places to eat at in the area are Kaffi Sól (3km), Vagninn (10km, only open June-August), Húsið (18km), Edinborg (18km), Við Pollinn (18km) and Tjöruhúsið (18,4km, open from Easter to the end of September. Better to reserve a table).
Bars & Lounges
We sell soda, beer, wine, handmade chocolate and dried fish. What more can you need? Our lounge area, Ingastofa, is perfect to sit down in and enjoy a drink and relax and /or chat with other guests.
What to do in the area
The area has a lot to offer. In our fjord, Önundarfjord, you can enjoy our beach by Holtsbryggja, choose one of many hiking paths around the Inn, check out the swimming pool in Flateyri and also do some bird whatching.

The beautiful waterfall Dynjandi is only a 1.5 hour drive away.

Outdoor & Adventure
In the winter you can go skiing, both alpine and cross country. Only 20 minutes away we have the best cross country skiing area in Iceland.
In the autumn you can also join us in our sheep roundup. Send us an email if you are interested!
Heimsóttu Vestfirði

Við myndum!

Upplifðu Vestfirði í nýju ljósi

4567611
Holti, 426 Flateyri
holtinn@holtinn.is